Fótbolti

Donni: Leikplanið gekk fullkomlega upp

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Donni gat leyft sér að fagna í kvöld
Donni gat leyft sér að fagna í kvöld vísir/eyþór
Þór/KA endurheimti toppsætið í Pepsi-deild kvenna með 2-0 sigri á Breiðabliki á Þórsvelli í dag.



Donni Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum í leikslok og hrósaði sínu liði í hástert en liðið er enn taplaust í deildinni. 

„Virkilega stoltur af liðinu mínu. Stelpurnar fóru nákvæmlega eftir því sem var lagt upp með. Við spiluðum hrikalega þéttan og agaðan varnarleik. Við létum þær hafa boltann þar sem við vildum að þær hefðu boltann og unnum boltann þar sem við vildum vinna boltann og sóttum svo á þær. Við hefðum bara mátt skora fleiri mörk,“ sagði Donni.

Sandra María Jessen var munurinn á liðunum í dag með því að skora tvö góð mörk.

Donni nýtti tækifærið og skaut á Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara Íslands, en Sandra María sat á varamannabekk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu á dögunum á meðan Agla María Albertsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir voru í byrjunarliðinu.

„Ég er ótrúlega ánægður með hennar framlag í dag. Það er skemmtilegt að þessi leikmaður komist ekki í byrjunarliðið hjá landsliðinu fremur en aðrir leikmenn sem voru inn á vellinum í dag. Það verður bara að hafa það,“ sagði Donni kaldhæðinn.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×