Ævistarf á fimm diskum Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Stórstjarnan Ragnar Bjarnason er einn þeirra fjölmörgu sem túlkað hafa tónsmíðar Bjarna Hafþórs Helgasonar. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira
„Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira