Ævistarf á fimm diskum Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Stórstjarnan Ragnar Bjarnason er einn þeirra fjölmörgu sem túlkað hafa tónsmíðar Bjarna Hafþórs Helgasonar. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning