Sungu Ó, Jesú, bróðir besti yfir leiði Viggu gömlu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu komin á sinn stað. Skólasysturnar Ólöf Eyjólfsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Erla Gerður Högnadóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Stella Stephens. Silja Ástþórsdóttir „Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00