Erlent

Bretaprins mættur til Ísrael

Bergþór Másson skrifar
Vilhjálmur ásamt leiðsögumönnum í Jórdaníu, sem hann heimsótti í gær.
Vilhjálmur ásamt leiðsögumönnum í Jórdaníu, sem hann heimsótti í gær. AP / Vísir
Vilhjálmur Bretaprins lenti í Ísrael í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konunglegu fjölskyldunni kemur til landsins.

Eins og Vísir greindi frá í gær, er Vilhjálmur Bretaprins á fimm daga ferð um Miðausturlönd.

Á meðan dvöl sinni stendur mun prinsinn hitta Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.

Næst heldur Vilhjálmur til Palestínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×