Innlent

Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman.
Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. Vísir
„Aukningin er mikil. Árið 2012 sögðust um 7 prósent nemenda hafa neytt róandi ávanabindandi lyfja, í ár svara 11 prósent því játandi að hafa neytt slíkra lyfja,“ segir Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði við ríkis­háskóla Vestur-Virginíu. Hann starfar einnig við Háskólann í Reykjavík og hjá Rannsóknum & greiningu.

Álfgeir segir að einhverju leyti mega rekja vandann til lyfjamenningar og vanþekkingar á innihaldi lyfja.

„Ef ungt fólk heldur að lyfin séu betri af því þau eru lyfseðilsskyld þá er það hrapallegur misskilningur. Þau eru sterkari og geta verið hættulegri, ekki búið að drýgja þau til sölu,“ bendir Álfgeir á.



Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Ríkisháskólann í Vestur Virginíu.
„Ég held að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að hópur ungs fólks sem neyti þessara lyfja sé enn stærri. Það er alþekkt að ungmenni sem eru í mikilli neyslu svara ekki endilega svona könnunum,“ segir hann.

Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúar á vegum Rannsókna & greiningar sem reglulega kannar vímuefnaneyslu unglinga. Í gegnum árin hafa fyrst og fremst verið kannaðar reykingar, notkun munn- og neftóbaks, áfengisnotkun og notkun kannabisefna og annarra ólöglegra vímuefna. „Við höfum ekki verið með margar spurningar sem varða einmitt þessi lyf síðustu ár. En þó nokkrar sem fjalla um lyfseðilsskyld lyf,“ segir hann.

Við höfum séð talsverðan samdrátt í neyslu á áfengi og kannabisefnum. Og reykingum, en svo sjáum við aukningu í þessum lið. Það þarf aukna fræðslu, því það er ekki bara ungt fólk sem telur lyfin skaðlausari en önnur fíkniefni. Almenningur er líka grandalaus,“ segir Álfgeir. 


Tengdar fréttir

„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“

Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni.

Vandmeðfarin lyf

Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×