Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:15 Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57