Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2018 21:46 Uber sóttist eftir endurnýjun á starfsleyfi til fimm ára í september en var hafnað. Vísir/AFP Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira