Erlent

Göngugrindur brátt fleiri en barnavagnar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eftir 15 ár verða aldraðir Norðmenn fleiri en ungir.
Eftir 15 ár verða aldraðir Norðmenn fleiri en ungir. Vísir/Vilhelm
Brátt verða fleiri göngugrindur í Noregi en barnavagnar. Þetta er mat sérfræðings hjá norsku hagstofunni sem vísindavefurinn forskning.no vitnar í. Því er spáð að þegar eftir 15 ár verði íbúar eldri en 65 ára fleiri en einstaklingar undir 19 ára aldri.

Áætlað er að árið 2060 verði fimmti hver íbúi eldri en 70 ára miðað við 12 prósent nú. Fjöldi 80 ára og eldri mun þrefaldast og fjöldi 90 ára og eldri fjórfaldast.




Tengdar fréttir

Eldra fólki á vinnumarkaði fjölgar

Það er ánægjulegt að sjá að sífellt hærra hlutfall eldra fólks starfar á íslenskum vinnumarkaði. Mikilvægt er að hæfileika þeirra sem eldri eru njóti við þegar yngri kynslóðir eru að koma nýjar inn á vinnumarkaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×