Sex mánaða fangelsi eftir fjölskylduerjur á Hressó Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:47 Héraðsdómur Reykjavíkur stendur andspænis Hressingarskálanum við Lækjartorg. Vísir/valli Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira