Sex mánaða fangelsi eftir fjölskylduerjur á Hressó Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:47 Héraðsdómur Reykjavíkur stendur andspænis Hressingarskálanum við Lækjartorg. Vísir/valli Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira