Sex mánaða fangelsi eftir fjölskylduerjur á Hressó Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:47 Héraðsdómur Reykjavíkur stendur andspænis Hressingarskálanum við Lækjartorg. Vísir/valli Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira