Innlent

Í beinni: WOW Cyclothon

Ritstjórn skrifar
WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins.
WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins. vísir/hanna
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 26. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 

Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 72 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. 

Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg líkt og í fyrra. Þá söfnuðust yfir 20 milljónir króna en liðin keppa sín á milli í áheitakeppni og hljóta meðlimir sigurliðsins flugmiða með WOW air í vinning. Í fyrra sigraði lið CCP en þau söfnuðu 1.651.000 krónum.

Alls keppa fimm manns í einstaklingskeppninni, 48 einstaklingar keppa í 12 fjögurra manna liðum og 72 tíu manna lið taka þátt með sem sagt samtals 720 hjólara innanborðs. Þá eru um 150 þáttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fjórða sinn sem hann hefur verið settur upp.

Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tíst undir myllumerkinu #wowcyclothon.

Hér fylgir svo Vaktin á Vísi þar sem fylgst er með gangi mála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×