Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 08:00 Laxalúsin getur verið hvimleiður fylgifiskur laxeldisins og valdið eldisfyrirtækjum búsifjum. Fréttablaðið/Pjetur Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna. Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsafaraldri í laxeldi í Arnarfirði. Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017. Á vef Landssambands fiskeldisstöðva (LF) kemur fram að í íslensku fiskeldi hafi aldrei verið notuð lúsalyf og að hin skaðlega lús eigi erfitt uppdráttar hér á landi vegna lágs hitastigs sjávar. Ljóst er að laxalúsin hefur lifað af síðustu tvo vetur og hefur valdið fyrirtækjum búsifjum. „Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit orðið óásættanlegt síðsumars og í haust. Töluverð hætta væri þá á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins og að auki verður að taka tillit til smitálags á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með laxeldi hér á landi.Jón Örn Pálsson.„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalúsinni en hann eyðir henni ekki,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LF. Í Arnarfirði var lúsasmit mikið og mikill fjöldi fiska er í stöðinni. Fara á í fyrirbyggjandi aðgerðir í stöðvunum til að hindra að smit komi upp aftur. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur segir þetta staðfestingu á því að hitastig sjávar að vetri til sé ekki nægileg vörn gegn laxalúsinni. „Þessar fréttir staðfesta þetta. Talning á lús staðfestir að lúsinni fækkar ekki. Hún hins vegar fjölgar sér ekki á köldum vetrum. Nú er hins vegar spurning hvað fiskeldisfyrirtækin gera til að hvíla staðina,“ segir Jón Örn. Aðrar leiðir gegn lús ekki fullreyndar Fisksjúkdómanefnd lagðist gegn lyfjagjöf fyrir tæpum mánuði. 28. maí barst nefndinni erindi frá dýralækni Arnarlax hf. þar sem óskað var eftir heimild til að meðhöndla eldislax gegn laxalús með skordýaraeitrinu Alpha Max. Málið var tekið fyrir þann 31. maí. „Að umfjöllun lokinni komst fisksjúkdómanefnd að þeirri samdóma niðurstöðu að mæla ekki með því við Matvælastofnun að heimila umbeðna lyfjameðhöndlun, hvorki í Arnarfirði né Tálknafirði.“ „[...] fisksjúkdómanefnd gerir athugasemd við hversu litla tilburði Arnarlax hefur sýnt gagnvart lyfjalausum og fyrirbyggjandi aðferðum í baráttunni við laxalúsina. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar á umræddum eldissvæðum, fyrirbyggjandi eða til að draga úr sýkingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna. Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsafaraldri í laxeldi í Arnarfirði. Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017. Á vef Landssambands fiskeldisstöðva (LF) kemur fram að í íslensku fiskeldi hafi aldrei verið notuð lúsalyf og að hin skaðlega lús eigi erfitt uppdráttar hér á landi vegna lágs hitastigs sjávar. Ljóst er að laxalúsin hefur lifað af síðustu tvo vetur og hefur valdið fyrirtækjum búsifjum. „Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit orðið óásættanlegt síðsumars og í haust. Töluverð hætta væri þá á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins og að auki verður að taka tillit til smitálags á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með laxeldi hér á landi.Jón Örn Pálsson.„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalúsinni en hann eyðir henni ekki,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LF. Í Arnarfirði var lúsasmit mikið og mikill fjöldi fiska er í stöðinni. Fara á í fyrirbyggjandi aðgerðir í stöðvunum til að hindra að smit komi upp aftur. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur segir þetta staðfestingu á því að hitastig sjávar að vetri til sé ekki nægileg vörn gegn laxalúsinni. „Þessar fréttir staðfesta þetta. Talning á lús staðfestir að lúsinni fækkar ekki. Hún hins vegar fjölgar sér ekki á köldum vetrum. Nú er hins vegar spurning hvað fiskeldisfyrirtækin gera til að hvíla staðina,“ segir Jón Örn. Aðrar leiðir gegn lús ekki fullreyndar Fisksjúkdómanefnd lagðist gegn lyfjagjöf fyrir tæpum mánuði. 28. maí barst nefndinni erindi frá dýralækni Arnarlax hf. þar sem óskað var eftir heimild til að meðhöndla eldislax gegn laxalús með skordýaraeitrinu Alpha Max. Málið var tekið fyrir þann 31. maí. „Að umfjöllun lokinni komst fisksjúkdómanefnd að þeirri samdóma niðurstöðu að mæla ekki með því við Matvælastofnun að heimila umbeðna lyfjameðhöndlun, hvorki í Arnarfirði né Tálknafirði.“ „[...] fisksjúkdómanefnd gerir athugasemd við hversu litla tilburði Arnarlax hefur sýnt gagnvart lyfjalausum og fyrirbyggjandi aðferðum í baráttunni við laxalúsina. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar á umræddum eldissvæðum, fyrirbyggjandi eða til að draga úr sýkingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24
Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44