Segir sáttmála meirihlutaflokkanna hrákasmíð Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá Akureyri. VÍSIR/PJETUR Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37