Körfubolti

Craig: Alltaf spennandi að spila mikilvæga leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá æfingu landsliðsins í Búlgaríu í gær.
Frá æfingu landsliðsins í Búlgaríu í gær. mynd/kkí
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið til Sofíu í Búlgaríu þar sem liðið leikur við heimamenn á morgun.

Leikurinn er liður í undankeppni HM en Ísland á enn góðan möguleika á að koma sér upp úr riðlinum í næstu umferð undankeppninnar.

Þeir spila við heimamenn klukkan 16.00 á morgun og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi en Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, er klár í slaginn.

„Það er alltaf spennandi að spila mikilvæga leiki. Andinn í hópnum og öll umgjörð hér er til fyrirmyndar og tilhlökkunin er mikil fyrir leiknum á morgun,” sagði Craig í samtali við KKÍ.

Í gær æfðu strákarnir okkar tvisvar ásamt því að fara vel yfir lið Búlgaríu en eftir leikinn gegn Búlgaríu halda okkar menn til Finnlands þar sem þeir leika gegn Finnum í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×