Viðskipti erlent

Dr. Dre gert að greiða milljónir vegna Beats-heyrnartóla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dr. Dre er ríkasti rappari heims.
Dr. Dre er ríkasti rappari heims. vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Dr. Dre og viðskiptafélagi hans Jimmy Iovine þurfa að greiða Steven Lamar, fyrrverandi samstarfsfélaga þeirra, 25 milljónir dollara vegna deilna um hver átti hugmyndina að Beats-heyrnartólunum vinsælu. BBC greinir frá.

Samsvarar það um 2,6 milljörðum króna en Lavar hélt því fram að hann hefði átt hugmyndina að því að skapa heyrnartólin sem síðar urðu að Beats-heyrnarólunum. Sagðist hann hafa farið með hugmyndina til Iovine og Dr. Dre árið 2006 og þeir hafið samstarf.

Fyrstu Beats-heyrnartólin komu á markað árið 2006 en upp úr samstarfi mannanna þriggja slitnaði og árið 2016 stefndi Lamar fyrrverandi samstarfsfélögum sínum til greiðslu höfundarlauna.

Deilan snerist að mestu um samning sem samstarfsfélagarnir gerðu árið 2007 um að Lamar myndi fá í sinn hlut fjögur prósent af grunnverði allra Beats Studio heyrnartóla sem seld væru. Vildi Lamar meina að samningurinn væri víðtækari og næði einnig til um tólf annarra tegunda heyrnartóla frá Beats.

Krafðist hann þess að fá 130 milljón dollara frá Levine og Dr.Dre, um 14 milljarða króna, en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2007 næði til þriggja tegunda af Beats-heyrnartólum og því þyrftu þeir félagar að greiða Lamar 25 milljónir dollara.

Ein af þessum tegundum er enn í sölu og því mun Lamar einnig fá greiðslur vegna þeirra í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi

Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×