Erlent

Fimmtán fórust í eldsvoða í Nairobi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá brunarústum Gikomba-markaðarins í Nairobi.
Frá brunarústum Gikomba-markaðarins í Nairobi. Vísir/AFP
Minnst fimmtán eru látnir, þar af fjögur börn, eftir að eldur braust út á markaði í Nairobi, höfuðborg Kenía, í nótt. Yfir sjötíu slösuðust í eldsvoðanum.

Markaðurinn, Gikomba, er einn stærsti útimarkaður borgarinnar og hafa líkur verið leiddar að því að um íkveikju sé að ræða. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru eldsupptök þó enn ókunn.

Eldurinn braust út um klukkan 2:30 að staðartíma, eða um 23:30 að íslenskum tíma, og breiddist hratt út. Nokkrir hinna látnu létust af völdum brunasára en aðrir önduðu að sér eitruðum reyk er þeir reyndu að forða eigum sínum úr eldsvoðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×