Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar Elísabet Inga skrifar 28. júní 2018 19:15 Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða.
Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00