Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar Elísabet Inga skrifar 28. júní 2018 19:15 Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða.
Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00