Tíu tíma fundur skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 05:47 Fundarmenn funduðu í 10 klukkustundir í þessu litríka herbergi. EU Council press Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið. Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið.
Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00
220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17