Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:30 Steinunn Helga Sigurðardóttir á að eiga 20. júlí. Hún segist alltaf trúað því að ekki kæmi til þeirra aðgerða sem ljósmæður hyggjast nú grípa til vegna stöðunnar í kjaradeilu þeirra við ríkið. vísir Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Samningafundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í gær skilaði ekki árangri og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Á sunnudag taka uppsagnir 12 ljósmæðra á Landspítalanum gildi og hefur spítalinn gripið til aðgerðaáætlunar vegna þess. Þá lýkur atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubann á heilbrigðisstofnunum á sunnudag. Verði yfirvinnubann samþykkt, sem telja má meiri líkur en minni á, mun það hefjast um miðjan júlí.Frá fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins í gær. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn í næstu viku.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Á maður að vera hræddur, á maður að vera rólegur og trúa því að eitthvað gerist?“ Ljóst er að bæði uppsagnirnar og yfirvinnubannið koma til með að hafa mikil áhrif á fæðingarvaktinni á spítalanum en í samtali við Vísi segir Steinunn að óvissan sé það sem valdi mestum áhyggjum. Aðspurð hvernig henni líði með ástandið segist hún ekki alveg vita það. „Ég trúði alltaf að þetta myndi reddast og að stjórnvöld myndu ekki láta þetta ganga svona langt. Ég trúði því ekki en svo er þetta að fara að gerast núna og maður veit einhvern veginn ekkert hverju maður á að búast við. Á maður að vera hræddur, á maður að vera rólegur og trúa því að eitthvað gerist? Maður veit ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga þannig að maður er svona dálítið týndur,“ segir Steinunn. Hún starfar sjálf sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum en er nú komin í veikindaleyfi fram að fæðingu. Vegna starfs síns segist hún meðvituð hvernig mönnunin er á spítalanum og mannekluna sem er þar. Í því samhengi segist Steinunn ekkert sérstaklega spennt fyrir því að leggjast inn sem sjúklingur á spítalann.Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra, uppsagnir sem taka gildi á sunnudag, og yfirvinnubann, ef ljósmæður samþykkja það, munu hafa víðtæk áhrif á fæðingarvakt Landspítalans. Vísir/VilhelmSvolítið ógnvekjandi að þurfa að rúlla sér beint af fæðingarbekknum og heimEn er eitthvað sérstakt sem hún hefur áhyggjur af í tengslum við fæðinguna vegna yfirvofandi aðgerða ljósmæðra? „Ég er náttúrulega hjúkrunarfræðingur og er ekki að eignast mitt fyrsta barn þannig að ég er kannski ekki alveg jafn stressuð fyrir því að fara beint af fæðingarbekknum og heim. En það er samt svolítið ógnvekjandi að þurfa að rúlla sér beint af fæðingarbekknum og heim og fá enga hvíld í millitíðinni,“ segir Steinunn og nefnir að í seinustu fæðingu hafi hún til að mynda misst mikið blóð. „Og hvað ef það gerist aftur? Verður mér samt rúllað heim? Maður er einhvern veginn ekki með nein svör. Er ég að fara heim með nýfætt barn, samansaumuð og blóðlítil að hitta 18 mánaða barnið? Fær maður ekki einu sinni að leggja sig í tvo tíma? Þetta eru alveg átök að fæða.“ Steinunn bendir jafnframt á það sem fram kemur í viðbragðsáætlun spítalans að konum sé bent á að leita á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt og spyr hvert hún eigi að leita þar sem hún sé flogaveik og því í áhættumæðraverndinni uppi á Landspítala.Frá samstöðufundi með ljósmæðrum fyrr í mánuðinum.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNViðkvæmur hópur sem upplifi vanvirðingu frá stjórnvöldum Spurð út í það hvernig stemningin sé í bumbuhópnum segir hún að það skapist umræður um hverja einustu frétt sem sögð sé um kjaradeiluna. „Þær eru virkilegar stressaðar og alveg sérstaklega þær sem eru að eiga sitt fyrsta barn, maður tekur eftir því, vita ekki hvernig fæðing er og svona. Það veit enginn neitt og maður fær síðan heldur ekkert rosalega góð svör. Það eru allir að spyrja sitthvora ljósmóðurina sem eru síðan með mismunandi svör. Það er dálítil ringulreið og við vitum ekki við hverju við eigum að búast.“ Fyrir á Steinunn eitt barn, sem er 18 mánaða, og segir hún þá fæðingu hafa verið það langa að hún fór í gegnum fimm vaktir af ljósmæðrum. Þær hafi verið hver annarri yndislegri og segist Steinunn standa 150 prósent með þeim í þeirra baráttu. Hún vísi ábyrgðinni á þeirri stöðu sem upp er komin í deilunni alfarið til ríkisvaldsins. „Við erum mjög viðkvæmur hópur, óléttar konur og konur sem eru með nýbura, og maður finnur fyrir svo mikilli vanvirðingu frá stjórnvöldum að það sé ekki bara hægt að semja við þann hóp sem getur sinnt okkur. Ég styð ljósmæður 150 prósent og ég skil mjög vel að þær séu ekki að fara að semja um eitthvað sem er þeim ekki samboðið. Þetta er allt á stjórnvöldum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. 28. júní 2018 22:43 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Samningafundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í gær skilaði ekki árangri og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Á sunnudag taka uppsagnir 12 ljósmæðra á Landspítalanum gildi og hefur spítalinn gripið til aðgerðaáætlunar vegna þess. Þá lýkur atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubann á heilbrigðisstofnunum á sunnudag. Verði yfirvinnubann samþykkt, sem telja má meiri líkur en minni á, mun það hefjast um miðjan júlí.Frá fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins í gær. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn í næstu viku.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Á maður að vera hræddur, á maður að vera rólegur og trúa því að eitthvað gerist?“ Ljóst er að bæði uppsagnirnar og yfirvinnubannið koma til með að hafa mikil áhrif á fæðingarvaktinni á spítalanum en í samtali við Vísi segir Steinunn að óvissan sé það sem valdi mestum áhyggjum. Aðspurð hvernig henni líði með ástandið segist hún ekki alveg vita það. „Ég trúði alltaf að þetta myndi reddast og að stjórnvöld myndu ekki láta þetta ganga svona langt. Ég trúði því ekki en svo er þetta að fara að gerast núna og maður veit einhvern veginn ekkert hverju maður á að búast við. Á maður að vera hræddur, á maður að vera rólegur og trúa því að eitthvað gerist? Maður veit ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga þannig að maður er svona dálítið týndur,“ segir Steinunn. Hún starfar sjálf sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum en er nú komin í veikindaleyfi fram að fæðingu. Vegna starfs síns segist hún meðvituð hvernig mönnunin er á spítalanum og mannekluna sem er þar. Í því samhengi segist Steinunn ekkert sérstaklega spennt fyrir því að leggjast inn sem sjúklingur á spítalann.Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra, uppsagnir sem taka gildi á sunnudag, og yfirvinnubann, ef ljósmæður samþykkja það, munu hafa víðtæk áhrif á fæðingarvakt Landspítalans. Vísir/VilhelmSvolítið ógnvekjandi að þurfa að rúlla sér beint af fæðingarbekknum og heimEn er eitthvað sérstakt sem hún hefur áhyggjur af í tengslum við fæðinguna vegna yfirvofandi aðgerða ljósmæðra? „Ég er náttúrulega hjúkrunarfræðingur og er ekki að eignast mitt fyrsta barn þannig að ég er kannski ekki alveg jafn stressuð fyrir því að fara beint af fæðingarbekknum og heim. En það er samt svolítið ógnvekjandi að þurfa að rúlla sér beint af fæðingarbekknum og heim og fá enga hvíld í millitíðinni,“ segir Steinunn og nefnir að í seinustu fæðingu hafi hún til að mynda misst mikið blóð. „Og hvað ef það gerist aftur? Verður mér samt rúllað heim? Maður er einhvern veginn ekki með nein svör. Er ég að fara heim með nýfætt barn, samansaumuð og blóðlítil að hitta 18 mánaða barnið? Fær maður ekki einu sinni að leggja sig í tvo tíma? Þetta eru alveg átök að fæða.“ Steinunn bendir jafnframt á það sem fram kemur í viðbragðsáætlun spítalans að konum sé bent á að leita á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt og spyr hvert hún eigi að leita þar sem hún sé flogaveik og því í áhættumæðraverndinni uppi á Landspítala.Frá samstöðufundi með ljósmæðrum fyrr í mánuðinum.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNViðkvæmur hópur sem upplifi vanvirðingu frá stjórnvöldum Spurð út í það hvernig stemningin sé í bumbuhópnum segir hún að það skapist umræður um hverja einustu frétt sem sögð sé um kjaradeiluna. „Þær eru virkilegar stressaðar og alveg sérstaklega þær sem eru að eiga sitt fyrsta barn, maður tekur eftir því, vita ekki hvernig fæðing er og svona. Það veit enginn neitt og maður fær síðan heldur ekkert rosalega góð svör. Það eru allir að spyrja sitthvora ljósmóðurina sem eru síðan með mismunandi svör. Það er dálítil ringulreið og við vitum ekki við hverju við eigum að búast.“ Fyrir á Steinunn eitt barn, sem er 18 mánaða, og segir hún þá fæðingu hafa verið það langa að hún fór í gegnum fimm vaktir af ljósmæðrum. Þær hafi verið hver annarri yndislegri og segist Steinunn standa 150 prósent með þeim í þeirra baráttu. Hún vísi ábyrgðinni á þeirri stöðu sem upp er komin í deilunni alfarið til ríkisvaldsins. „Við erum mjög viðkvæmur hópur, óléttar konur og konur sem eru með nýbura, og maður finnur fyrir svo mikilli vanvirðingu frá stjórnvöldum að það sé ekki bara hægt að semja við þann hóp sem getur sinnt okkur. Ég styð ljósmæður 150 prósent og ég skil mjög vel að þær séu ekki að fara að semja um eitthvað sem er þeim ekki samboðið. Þetta er allt á stjórnvöldum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. 28. júní 2018 22:43 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. 28. júní 2018 22:43