Þráinn er langbesti hestur sem Þórarinn hefur riðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2018 19:30 Þráinn heimsmeistari og Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og knapi Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur. Dýr Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur.
Dýr Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels