Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Bragi Þórðarson skrifar 12. júní 2018 06:00 Vettel fagnar sigrinum. vísir/getty Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni. Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira