Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 12:22 Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi visir/jói k Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að grænu málin verði í öndvegi í borginni á komandi kjörtímabili. Áhersla á umhverfismálin sé lykilatriði í uppbyggingu Reykjavíkurborgar til framtíðar. Á blaðamannafundi sem lauk fyrir skömmu tilkynnti Líf að meirihlutinn hefði stofnað nýtt ráð sem heldur utan um umhverfis-og heilbrigðismál. Spurð að því hvað felist í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði svarar Líf: „Við höfum myndað nýtt ráð þar sem við gerum umhverfismálunum og grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði. Þar er auðvitað allt undir, eins og heilbrigðiseftirlitið. Í því felst vatnsvernd, loftgæði, loftslagsmál, umhverfismál, orkuskipti í samgöngum, grænar ofanvatnslausnir og líffræðileg fjölbreytni. Þetta er mikið, stórt og víðfeðmt.“ Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi. „Grænu málin mega ekki vera undanskilin þegar við erum að byggja Reykjavík til framtíðar.“ Aðspurð hvort nýr meirihluti hyggist taka svifryksmálin föstum tökum, segir Líf að svo verði. Málaflokkurinn heyri að mestu undir nýtt umhverfis-og heilbrigðisráð en hann sé þó „þvert á allt saman því við þurfum að gera áætlanir um hvernig við ætlum að minnka svifryk og auka loftgæði.“ Í því felst meðal annars að leggja áherslu á vistvæna ferðamáta og að breyta ferðavenjum borgarbúa.Líf Magneudóttir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en flokkarnir hafa fundað stíft í FB á undanförnum dögum.vísir/vilhelmVinstri hreyfingin – grænt framboð á í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Aðspurð hvort hún sjái fram á góða samvinnu á milli borgarstjórnar og ríkisstjórnar segist Líf hafa fulla trú á því. „Borgarlínan er ein af þessum stóru málum en það eru líka orkuskipti í samgöngum sem eru mikilvæg og þar getur borgin komið inn með mjög afgerandi hætti til þess að auðvelda borgarbúum að fara yfir í vistvæna ferðamáta, meðal annars að kaupa vistvæna bíla.“Þú hefur ekkert viljað verða borgarstjóri í Reykjavík?„Ég verð það bara næst,“ segir Líf glöð í bragði og bætir við „Það er gott að geta sinnt mörgum hlutverkum og fengið reynslu. Ég verð það bara næst.“Hvað með minnihlutann? Ætlið þið að ástunda samræðustjórnmál?„Við erum fjölskipað stjórnvald og þar skiptir aðkoma allra flokka máli. Við höfum opnað á samstarf við hina flokkana um að þeir fái að leiða eitthvað og stýra einhverju, þannig að allir fái að gera það sem þeir eru góðir í. Enginn getur gert allt en við getum öll gert eitthvað og ég held við getum orðið breið og sterk ríkisstjórn þar sem við erum í góðri samvinnu þvert á flokka, það er allavega það sem ég vil,“ segir Líf Magneudóttir sem mun gegna formennsku í nýstofnuðu umhverfis-og heilbrigðisráði auk þess sem hún verður varaformaður borgarráðs.Oddvitar flokkanna fjögurra sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.vísir/Jói KHér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók við Líf Magneudóttur að loknum blaðamannafundi. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að grænu málin verði í öndvegi í borginni á komandi kjörtímabili. Áhersla á umhverfismálin sé lykilatriði í uppbyggingu Reykjavíkurborgar til framtíðar. Á blaðamannafundi sem lauk fyrir skömmu tilkynnti Líf að meirihlutinn hefði stofnað nýtt ráð sem heldur utan um umhverfis-og heilbrigðismál. Spurð að því hvað felist í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði svarar Líf: „Við höfum myndað nýtt ráð þar sem við gerum umhverfismálunum og grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði. Þar er auðvitað allt undir, eins og heilbrigðiseftirlitið. Í því felst vatnsvernd, loftgæði, loftslagsmál, umhverfismál, orkuskipti í samgöngum, grænar ofanvatnslausnir og líffræðileg fjölbreytni. Þetta er mikið, stórt og víðfeðmt.“ Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi. „Grænu málin mega ekki vera undanskilin þegar við erum að byggja Reykjavík til framtíðar.“ Aðspurð hvort nýr meirihluti hyggist taka svifryksmálin föstum tökum, segir Líf að svo verði. Málaflokkurinn heyri að mestu undir nýtt umhverfis-og heilbrigðisráð en hann sé þó „þvert á allt saman því við þurfum að gera áætlanir um hvernig við ætlum að minnka svifryk og auka loftgæði.“ Í því felst meðal annars að leggja áherslu á vistvæna ferðamáta og að breyta ferðavenjum borgarbúa.Líf Magneudóttir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en flokkarnir hafa fundað stíft í FB á undanförnum dögum.vísir/vilhelmVinstri hreyfingin – grænt framboð á í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Aðspurð hvort hún sjái fram á góða samvinnu á milli borgarstjórnar og ríkisstjórnar segist Líf hafa fulla trú á því. „Borgarlínan er ein af þessum stóru málum en það eru líka orkuskipti í samgöngum sem eru mikilvæg og þar getur borgin komið inn með mjög afgerandi hætti til þess að auðvelda borgarbúum að fara yfir í vistvæna ferðamáta, meðal annars að kaupa vistvæna bíla.“Þú hefur ekkert viljað verða borgarstjóri í Reykjavík?„Ég verð það bara næst,“ segir Líf glöð í bragði og bætir við „Það er gott að geta sinnt mörgum hlutverkum og fengið reynslu. Ég verð það bara næst.“Hvað með minnihlutann? Ætlið þið að ástunda samræðustjórnmál?„Við erum fjölskipað stjórnvald og þar skiptir aðkoma allra flokka máli. Við höfum opnað á samstarf við hina flokkana um að þeir fái að leiða eitthvað og stýra einhverju, þannig að allir fái að gera það sem þeir eru góðir í. Enginn getur gert allt en við getum öll gert eitthvað og ég held við getum orðið breið og sterk ríkisstjórn þar sem við erum í góðri samvinnu þvert á flokka, það er allavega það sem ég vil,“ segir Líf Magneudóttir sem mun gegna formennsku í nýstofnuðu umhverfis-og heilbrigðisráði auk þess sem hún verður varaformaður borgarráðs.Oddvitar flokkanna fjögurra sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.vísir/Jói KHér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók við Líf Magneudóttur að loknum blaðamannafundi.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45