Rafrettufrumvarpið verður að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 13:15 Rafrettufrumvarpið er ansi umdeilt. vísir/getty Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11