„Skjóta þarf loku fyrir það að alþingi geti hækkað laun sín umfram almenna launaþróun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 19:45 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30