Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Greinendur mæla með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í Arion banka í útboðinu sem lýkur á morgun. Fréttablaðið/Eyþór Gengi hlutabréfa í Arion banka er metið á bilinu 18 til 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna í nýjum verðmötum ráðgjafarfyrirtækjanna Capacent og IFS sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur IFS telja að verðmæti bankans geti risið undir genginu 0,83 af bókfærðu eigin fé hans en sérfræðingar Capacent verðleggja bankann á genginu 0,94. Til samanburðar býðst fjárfestum að kaupa bréf í bankanum á genginu 0,6 til 0,7 í hlutafjárútboði hans sem lýkur á morgun. Í greiningu IFS, sem metur gengi bréfa í Arion banka 18 til 37 prósent hærra en útboðsgengið, er því spáð að vaxtamunur bankans muni á næstu árum lækka vegna aukinnar samkeppni og örrar tækniþróunar og verði til lengri tíma litið allt að 2,8 prósent af vaxtaberandi eignum. Til samanburðar hefur munurinn verið að meðaltali um þrjú prósent undanfarin fimm ár. Greinendur IFS gera auk þess ráð fyrir því að bankinn lækki eigið fé sitt „tiltölulega hratt“ með „myndarlegum“ arðgreiðslum og útgáfu víkjandi skuldabréfa þannig að almenna eiginfjárhlutfall hans fari niður í 17 prósent, en hlutfallið stóð í 23,6 prósentum í lok fyrsta ársfjórðungs. Þá er því spáð í verðmati IFS að hlutfall kostnaðar bankans af tekjum lækki úr 62,1 prósenti í 52,7 prósent árið 2030 og að arðsemi eigin fjár hækki úr 6,6 prósentum í 9,7 prósent árið 2026. Stjórnendur bankans hafa til samanburðar sett sér það markmið að kostnaðarhlutfallið lækki í um það bil 50 prósent og að arðsemi eigin fjár nái tveggja stafa tölu. Er tekið fram í verðmatinu að fyrrnefnda markmiðið sé „býsna metnaðarfullt ef horft er á kostnaðarhlutföll íslenskra banka um tíðina í bráð og lengd“ og að bankinn hafi „stórt verk að vinna“ til þess að ná síðarnefnda markmiðinu. Raunar segjast greinendurnir ekki sjá – eins og sakir standa – hvernig stjórnendur bankans ætla að auka arðsemina þannig að hún verði tveggja stafa tala. Valitor þykir mikill óvissuþáttur.Vísir/STefánValitor stór óvissuþáttur Í því sambandi benda þeir á að vegna smæðar innlends fjármálamarkaðar séu viðskiptabankarnir „langt“ frá því að ná hagkvæmri stærð í starfsemi sinni. Þó beri að líta til þess að bankaþjónusta sé óðum að færast á netið og í lausnir fyrir farsíma. Áhrif þess séu „nær okkur í tíma en marga grunar“. Er það mat IFS að eiginleg útibú muni að stórum hluta leggjast af á landinu á næstu árum og starfsfólki í höfuðstöðvum jafnframt fækka. Allt þetta muni spara mikla fjármuni í launum og kostnaði við rekstur útibúanna. Að mati sérfræðinga IFS er starfsemi Valitors, dótturfélags Arion banka, helsti óvissuþátturinn þegar kemur að þóknanatekjum bankans til framtíðar litið, en í verðmatinu kemur fram að greiðslukort og greiðslukortalausnir hafi staðið undir um 40 prósentum af hreinum þóknanatekjum bankans á síðasta ári. Er tekið fram að starfsemi greiðslukortafyrirtækisins sé um þessar mundir að draga úr hreinum þóknanatekjum samstæðunnar þar sem gjöld vaxi hraðar en tekjur. Stjórnendur bankans hafa sagst gera ráð fyrir umtalsverðum vexti í erlendum þóknanatekjum Valitors – samhliða útrás félagsins á erlenda markaði – en sérfræðingarnir búast á hinn bóginn ekki við miklum vexti þóknanatekna greiðslukortafyrirtækisins umfram annan vöxt. Benda þeir á að þróun í fjártækni og gervigreind sé hröð þessi misserin og því þurfi félagið að halda vel á spöðunum til þess að halda markaðsstöðu sinni. Auk þess missi Valitor stóran viðskiptavin á þessu ári – bandaríska fyrirtækið Stripe – og ef félaginu takist ekki að fá nýjan viðskiptavin í hans stað muni það hafa „veruleg áhrif“ á afkomu þess. Takmörkuð vaxtartækifæri Greinendur Capacent, sem meta gengi bréfa í Arion banka 34 til 56 prósent hærra en útboðsgengið, benda á að óvarlegt sé að gera ráð fyrir miklum framtíðarvexti hjá bankanum. Vöxtur íslensku bankanna sé takmarkaður í núverandi rekstrarformi og einskorðist við Ísland og fólksfjölgun hér á landi. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hlutabréfin í kauphöll hér á landi og í Stokkhólmi verði á föstudag. Síðasta fimmtudag höfðu fjárfestar skráð sig samanlagt fyrir nærri 30 prósenta hlut í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital hyggjast selja að lágmarki 22,6 prósenta hlut í útboðinu, miðað við útistandandi hlutafé, en að hámarki um 41 prósent. Hafa erlendir fjárfestingarsjóðir verið fyrirferðarmestir þeirra sem hafa skráð sig fyrir hlut. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00 Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. 1. júní 2018 06:00 Skráðu sig fyrir 30 prósenta hlut Fjárfestar hafa skráð sig fyrir samanlagt nærri 30 prósenta eignarhlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Arion banka er metið á bilinu 18 til 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna í nýjum verðmötum ráðgjafarfyrirtækjanna Capacent og IFS sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur IFS telja að verðmæti bankans geti risið undir genginu 0,83 af bókfærðu eigin fé hans en sérfræðingar Capacent verðleggja bankann á genginu 0,94. Til samanburðar býðst fjárfestum að kaupa bréf í bankanum á genginu 0,6 til 0,7 í hlutafjárútboði hans sem lýkur á morgun. Í greiningu IFS, sem metur gengi bréfa í Arion banka 18 til 37 prósent hærra en útboðsgengið, er því spáð að vaxtamunur bankans muni á næstu árum lækka vegna aukinnar samkeppni og örrar tækniþróunar og verði til lengri tíma litið allt að 2,8 prósent af vaxtaberandi eignum. Til samanburðar hefur munurinn verið að meðaltali um þrjú prósent undanfarin fimm ár. Greinendur IFS gera auk þess ráð fyrir því að bankinn lækki eigið fé sitt „tiltölulega hratt“ með „myndarlegum“ arðgreiðslum og útgáfu víkjandi skuldabréfa þannig að almenna eiginfjárhlutfall hans fari niður í 17 prósent, en hlutfallið stóð í 23,6 prósentum í lok fyrsta ársfjórðungs. Þá er því spáð í verðmati IFS að hlutfall kostnaðar bankans af tekjum lækki úr 62,1 prósenti í 52,7 prósent árið 2030 og að arðsemi eigin fjár hækki úr 6,6 prósentum í 9,7 prósent árið 2026. Stjórnendur bankans hafa til samanburðar sett sér það markmið að kostnaðarhlutfallið lækki í um það bil 50 prósent og að arðsemi eigin fjár nái tveggja stafa tölu. Er tekið fram í verðmatinu að fyrrnefnda markmiðið sé „býsna metnaðarfullt ef horft er á kostnaðarhlutföll íslenskra banka um tíðina í bráð og lengd“ og að bankinn hafi „stórt verk að vinna“ til þess að ná síðarnefnda markmiðinu. Raunar segjast greinendurnir ekki sjá – eins og sakir standa – hvernig stjórnendur bankans ætla að auka arðsemina þannig að hún verði tveggja stafa tala. Valitor þykir mikill óvissuþáttur.Vísir/STefánValitor stór óvissuþáttur Í því sambandi benda þeir á að vegna smæðar innlends fjármálamarkaðar séu viðskiptabankarnir „langt“ frá því að ná hagkvæmri stærð í starfsemi sinni. Þó beri að líta til þess að bankaþjónusta sé óðum að færast á netið og í lausnir fyrir farsíma. Áhrif þess séu „nær okkur í tíma en marga grunar“. Er það mat IFS að eiginleg útibú muni að stórum hluta leggjast af á landinu á næstu árum og starfsfólki í höfuðstöðvum jafnframt fækka. Allt þetta muni spara mikla fjármuni í launum og kostnaði við rekstur útibúanna. Að mati sérfræðinga IFS er starfsemi Valitors, dótturfélags Arion banka, helsti óvissuþátturinn þegar kemur að þóknanatekjum bankans til framtíðar litið, en í verðmatinu kemur fram að greiðslukort og greiðslukortalausnir hafi staðið undir um 40 prósentum af hreinum þóknanatekjum bankans á síðasta ári. Er tekið fram að starfsemi greiðslukortafyrirtækisins sé um þessar mundir að draga úr hreinum þóknanatekjum samstæðunnar þar sem gjöld vaxi hraðar en tekjur. Stjórnendur bankans hafa sagst gera ráð fyrir umtalsverðum vexti í erlendum þóknanatekjum Valitors – samhliða útrás félagsins á erlenda markaði – en sérfræðingarnir búast á hinn bóginn ekki við miklum vexti þóknanatekna greiðslukortafyrirtækisins umfram annan vöxt. Benda þeir á að þróun í fjártækni og gervigreind sé hröð þessi misserin og því þurfi félagið að halda vel á spöðunum til þess að halda markaðsstöðu sinni. Auk þess missi Valitor stóran viðskiptavin á þessu ári – bandaríska fyrirtækið Stripe – og ef félaginu takist ekki að fá nýjan viðskiptavin í hans stað muni það hafa „veruleg áhrif“ á afkomu þess. Takmörkuð vaxtartækifæri Greinendur Capacent, sem meta gengi bréfa í Arion banka 34 til 56 prósent hærra en útboðsgengið, benda á að óvarlegt sé að gera ráð fyrir miklum framtíðarvexti hjá bankanum. Vöxtur íslensku bankanna sé takmarkaður í núverandi rekstrarformi og einskorðist við Ísland og fólksfjölgun hér á landi. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hlutabréfin í kauphöll hér á landi og í Stokkhólmi verði á föstudag. Síðasta fimmtudag höfðu fjárfestar skráð sig samanlagt fyrir nærri 30 prósenta hlut í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital hyggjast selja að lágmarki 22,6 prósenta hlut í útboðinu, miðað við útistandandi hlutafé, en að hámarki um 41 prósent. Hafa erlendir fjárfestingarsjóðir verið fyrirferðarmestir þeirra sem hafa skráð sig fyrir hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00 Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. 1. júní 2018 06:00 Skráðu sig fyrir 30 prósenta hlut Fjárfestar hafa skráð sig fyrir samanlagt nærri 30 prósenta eignarhlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00
Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. 1. júní 2018 06:00
Skráðu sig fyrir 30 prósenta hlut Fjárfestar hafa skráð sig fyrir samanlagt nærri 30 prósenta eignarhlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans. 8. júní 2018 06:00