Bílstjóri gleður farþega og skreytir vagninn á tyllidögum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni. Fréttablaðið/ernir Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53
Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34