Tesla hefur ekki aðeins verið rekið með miklu tapi á síðustu misserum heldur hefur fyrirtækinu ekki heldur tekist að standa undir yfirlýsingum sínum um rafbílaframleiðslu. Ný bifreið fyrirtækisins, sem ber nafnið Model 3, er talin lykilþáttur í því að Tesla geti rétt úr kútnum. Til þess þurfi þó að auka framleiðsluna um þúsundir bíla á mánuði.
Difficult, but necessary Tesla reorg underway. My email to the company has already leaked to media. Here it is unfiltered: pic.twitter.com/4LToWoxScx
— Elon Musk (@elonmusk) June 12, 2018
Elon Musk, stofnandi og andlit Tesla, segir ákvörðunina vera mjög erfiða en alls unnu um 37 þúsund manns hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur lækkað hratt á síðustu mánuðum, ekki síst vegna framgöngu stofnandans í fjölmiðlum.
Hann sagði í tölvupósti til starfsmanna sinna að „flestum“ þeirra sem sagt verður upp bjóðist starf í verslunum fyrirtækisins. Hann bætti við að þó uppsagnirnar hafi verið nauðsynlegar þá væri þó mikilvægast að framleiðslan á Model 3 aukist hratt á næstu mánuðum. Aðeins þannig gæti Tesla ná markmiði sínum um að skila hagnaði í lok þess árs.