Viðskipti erlent

AT&T og Time Warner fá að sameinast

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni.
Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni. Vísir/EPA
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum.

Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post.

Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina.

Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði.

Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær.


Tengdar fréttir

Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×