Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:15 Herferðin Þekktu rauðu ljósin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Skjáskot/Youtube Sonja Einarsdóttir var í ofbeldissambandi í tæp 18 ár. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi hefur hún verið í baráttu við kerfið í 20 mánuði til þess að ganga frá skilnaði, forræðisdeilu og fjárskiptum við ofbeldismanninn. Í myndbandi sem er hluti af herferðinni Þekktu rauðu ljósin, segir Sonja brot af sinni sögu og lýsir hættumerkjunum sem hún upplifði í eigin sambandi „Skýringin á því að ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar er bara fyrst og fremst að ég gefst ekki upp. Ég labba ekki í burtu þótt að á móti blási stundum.“ Sonja segir að enginn hafi vitað af ofbeldinu og ráðleggur öðrum í sömu stöðu að láta einhvern vita.„Lærðu að þekkja rauðu ljósin. Hlustaðu á ónotatilfinninguna í maganum og segðu frá.“Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 „Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sonja Einarsdóttir var í ofbeldissambandi í tæp 18 ár. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi hefur hún verið í baráttu við kerfið í 20 mánuði til þess að ganga frá skilnaði, forræðisdeilu og fjárskiptum við ofbeldismanninn. Í myndbandi sem er hluti af herferðinni Þekktu rauðu ljósin, segir Sonja brot af sinni sögu og lýsir hættumerkjunum sem hún upplifði í eigin sambandi „Skýringin á því að ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar er bara fyrst og fremst að ég gefst ekki upp. Ég labba ekki í burtu þótt að á móti blási stundum.“ Sonja segir að enginn hafi vitað af ofbeldinu og ráðleggur öðrum í sömu stöðu að láta einhvern vita.„Lærðu að þekkja rauðu ljósin. Hlustaðu á ónotatilfinninguna í maganum og segðu frá.“Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 „Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15
„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30
„Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45