Evrópuríki deila vegna andstöðu Ítala við flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 10:40 Salvini leiðir Bandalagið, öfgahægriflokk sem er andsnúinn innflytjendum. Vísir/EPA Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44
Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent