Stjórnmálaprófessor segir Viðreisn hafa fengið talsvert fyrir sinn snúð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 12:39 Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Jói K/ Auðunn Níelsson Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira