Kanadíska þingið fordæmir Trump og félaga Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 13:57 Justin Trudeau við þinghúsið í Ottawa. Vísir/EPA Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum. Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum.
Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent