Töluverð afköst á stuttum tíma á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 19:45 Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08