Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Maðurinn fékk ekki aðgang að salerni Krónunnar. Vísir/heiða Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira