Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum Sighvatur skrifar 14. júní 2018 06:00 Hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran segir að efnahagslífinu stafi hætta af lágum launum. Hærri laun leiði til aukins kaupmáttar og eftirspurnar. Hún segir sérstaklega mikilvægt að hækka lægstu laun. Vísir/Sigtryggur „Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
„Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15
Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00