Erlent

Bætur fyrir skert frelsi til mótmæla

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danir lýsa yfir stuðningi við frelsisbaráttu Tíbeta.
Danir lýsa yfir stuðningi við frelsisbaráttu Tíbeta. Vísir/Getty
Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pind Poulsen, segir að útvíkka verði rannsóknir nefndar sem rannsaka á aðgerðir lögreglu í tengslum við komu kínverskra ráðamanna til landsins aftur til ársins 1995.

Fyrrverandi yfirmenn lögreglunnar hafa greint frá því að stefnan hafi verið koma í veg fyrir að þeir sem mótmæltu framkomu kínverskra stjórnvalda gagnvart Tíbet gætu komið skoðunum sínum á framfæri. Meðal annars var lögreglubílum lagt þannig að mótmælendur með borða og tíbeska fánann sæust ekki.

Leyniþjónustan hafði jafnframt varað við mótmælum ef fjölmiðlar fengju að vita af heimsókninni of snemma.

Dómsmálaráðherrann segir að lögreglan eigi ekki að hafa áhyggjur af slíku. Verkefni hennar sé að vernda réttindi borgaranna.

Í apríl síðastliðnum fengu átta manns 20 þúsund danskar krónur hver í bætur þar sem þeim hafði verið meinað að veifa fána. Lögreglan telur að 200 til viðbótar kunni að sækja um bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×