Samskiptatæknin þá og nú Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2018 10:00 Tinna forstöðumaður, Aldís og Aðalheiður sýningarstjórar, og listamennirnir Mynd/Hanna Christel Sæstrengurinn var tengdur í land hér á Seyðisfirði 1906 og rafstöðin kom 1913. Nú eru allir beintengdir öllum heiminum gegnum lítið tæki sem þeir eru með í vasanum. Þessi þróun varð Aðalheiði Valgeirsdóttur myndlistarmanni og Aldísi Arnardóttur listfræðingi hugmynd að sýningunni K A P A L L sem er afmælissýning hér í Skaftfelli og verður opnuð í dag,“ segir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðumaður menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Auglýst var eftir tillögum að afmælissýningunni. Rúmlega þrjátíu umsóknir bárust og K A P A L L var valin af fagráði miðstöðvarinnar, að sögn Tinnu. „Aðalheiður og Aldís eru sýningarstjórar og þær völdu listamennina Sigurð Guðjónsson, Tuma Magnússon, Unnar Örn, Þórdísi Aðalsteinsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur. Þeir komu austur í rannsóknarferð í mars og skoðuðu meðal annars brotabrot úr upprunalega sækaplinum á Tækniminjasafninu hér. Margir urðu fyrir áhrifum af því.“ Menningarmiðstöðin Skaftfell er 20 ára og Tinna segir hana fyrir löngu hafa sannað sig sem einn af máttarstólpum menningarlífs Austurlands. Hún rekur sögu hússins mun lengra, eða til 1907. „Þetta er norskt timburhús á þremur hæðum og stendur við Austurgötu. Það var stór hópur fólks sem kom að því að standsetja það eftir að góð hjón í bænum, Garðar Eymundsson og Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu það undir menningarstarfsemi. „Dieter Roth var með fyrstu sýningu hér 1996. Ári seinna var kominn upp hópur sem kallaði sig Skaftfellshópinn og þegar Dieter dó, árið 1998, var ákveðið að slá upp sýningu til minningar um hann. Þá hófst í raun regluleg starfsemi með stjórn og fundargerðaskrifum.“ Tinna segir Skaftfell reisulegt hús og setja sterkan svip á götumyndina í suðurhluta bæjarins. „Hér eru mörg upprunaleg hús í kring sem verða vernduð líka, eins og svo mörg önnur hús á Seyðisfirði.“ Listsýningar eru hjarta starfseminnar að sögn Tinnu. „Nú erum við að opna fjórar til sex sýningar á ári. Fjöldinn sem mætir er í kringum 5.000 manns. Ég væri alveg til í að hann væri meiri.“ Gestavinnustofur er annar liður. „Hingað koma um 40 alþjóðlegir listamenn á ári og dvelja í að minnsta kosti mánuð. Við höldum vel utan um þá og hjálpum þeim að aðlagast þessu jaðarsvæði sem við búum á. Svona gestavinnustofur opna ýmsar dyr.“ Samstarf Skaftfells við Listaháskólann komst á 2001 og námshópar hafa komið austur reglulega síðan að sögn Tinnu. „Ég var sjálf í slíkum hópi árið 2002,“ rifjar hún upp og kveðst aðspurð hafa flutt austur fyrir sex og hálfu ári. „Ég flutti úr 101 með fjölskylduna, við vorum föst í of lítilli íbúð og höfðum ekki efni á að búa lengur í borginni.“ Hún segir ofboðslega gott að vera á Seyðisfirði. „Hér er listamannanýlenda og alltaf eitthvað að gerast, ég minni til dæmis á hátíðina LungA sem hefur verið fastur liður í áraraðir.“ Sýningin K A P A L L stendur til 2. september. „Þá ætlum við að halda sýningu á verkum eftir Gunnlaug Scheving og Nínu Tryggvadóttur, það er liður í fræðsludagskránni okkar,“ upplýsir Tinna. „Við ætlum að bjóða austfirskum nemendum að koma og læra um Gunnlaug og Nínu, gera smiðju fyrir þá, það höfum við gert í mörg ár.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Sæstrengurinn var tengdur í land hér á Seyðisfirði 1906 og rafstöðin kom 1913. Nú eru allir beintengdir öllum heiminum gegnum lítið tæki sem þeir eru með í vasanum. Þessi þróun varð Aðalheiði Valgeirsdóttur myndlistarmanni og Aldísi Arnardóttur listfræðingi hugmynd að sýningunni K A P A L L sem er afmælissýning hér í Skaftfelli og verður opnuð í dag,“ segir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðumaður menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Auglýst var eftir tillögum að afmælissýningunni. Rúmlega þrjátíu umsóknir bárust og K A P A L L var valin af fagráði miðstöðvarinnar, að sögn Tinnu. „Aðalheiður og Aldís eru sýningarstjórar og þær völdu listamennina Sigurð Guðjónsson, Tuma Magnússon, Unnar Örn, Þórdísi Aðalsteinsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur. Þeir komu austur í rannsóknarferð í mars og skoðuðu meðal annars brotabrot úr upprunalega sækaplinum á Tækniminjasafninu hér. Margir urðu fyrir áhrifum af því.“ Menningarmiðstöðin Skaftfell er 20 ára og Tinna segir hana fyrir löngu hafa sannað sig sem einn af máttarstólpum menningarlífs Austurlands. Hún rekur sögu hússins mun lengra, eða til 1907. „Þetta er norskt timburhús á þremur hæðum og stendur við Austurgötu. Það var stór hópur fólks sem kom að því að standsetja það eftir að góð hjón í bænum, Garðar Eymundsson og Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu það undir menningarstarfsemi. „Dieter Roth var með fyrstu sýningu hér 1996. Ári seinna var kominn upp hópur sem kallaði sig Skaftfellshópinn og þegar Dieter dó, árið 1998, var ákveðið að slá upp sýningu til minningar um hann. Þá hófst í raun regluleg starfsemi með stjórn og fundargerðaskrifum.“ Tinna segir Skaftfell reisulegt hús og setja sterkan svip á götumyndina í suðurhluta bæjarins. „Hér eru mörg upprunaleg hús í kring sem verða vernduð líka, eins og svo mörg önnur hús á Seyðisfirði.“ Listsýningar eru hjarta starfseminnar að sögn Tinnu. „Nú erum við að opna fjórar til sex sýningar á ári. Fjöldinn sem mætir er í kringum 5.000 manns. Ég væri alveg til í að hann væri meiri.“ Gestavinnustofur er annar liður. „Hingað koma um 40 alþjóðlegir listamenn á ári og dvelja í að minnsta kosti mánuð. Við höldum vel utan um þá og hjálpum þeim að aðlagast þessu jaðarsvæði sem við búum á. Svona gestavinnustofur opna ýmsar dyr.“ Samstarf Skaftfells við Listaháskólann komst á 2001 og námshópar hafa komið austur reglulega síðan að sögn Tinnu. „Ég var sjálf í slíkum hópi árið 2002,“ rifjar hún upp og kveðst aðspurð hafa flutt austur fyrir sex og hálfu ári. „Ég flutti úr 101 með fjölskylduna, við vorum föst í of lítilli íbúð og höfðum ekki efni á að búa lengur í borginni.“ Hún segir ofboðslega gott að vera á Seyðisfirði. „Hér er listamannanýlenda og alltaf eitthvað að gerast, ég minni til dæmis á hátíðina LungA sem hefur verið fastur liður í áraraðir.“ Sýningin K A P A L L stendur til 2. september. „Þá ætlum við að halda sýningu á verkum eftir Gunnlaug Scheving og Nínu Tryggvadóttur, það er liður í fræðsludagskránni okkar,“ upplýsir Tinna. „Við ætlum að bjóða austfirskum nemendum að koma og læra um Gunnlaug og Nínu, gera smiðju fyrir þá, það höfum við gert í mörg ár.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira