Hleður íslenska landsliðið lofi og segir það fyrirmynd minni þjóða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 11:47 Kunnugleg sjón úr leiknum í gær. Vísir/Vilhelm „Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
„Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30