Ráðherra hugsi yfir lélegri endingu íslenskra vega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:20 Slæmt veðurfar og umferðaraukning setti strik í reikninginn að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra. „Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira