Íslenskir fálkar ekki verið jafn frjósamir í nær fjóra áratugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur merkir fálkaunga á Norðausturlandi. Ólafur H. Nielsen „Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“