Innlent

Bríetar minnst með viðhöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Blómsveigur verður lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadeginum sem er í dag. Verðandi forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, leggur blómsveiginn að leiðinu klukkan ellefu og flytur stutt ávarp. Ólöf Arnalds syngur nokkur lög.

Í tilkynningu frá Reykjavík kemur fram að Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×