Hótar enn hærri tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:10 Fjöldamörg bandarísk fyrirtæki reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Vísir/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna