Erlent

Þriðji Svíinn látinn eftir skotárásina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árásin var framin á netkaffihúsi.
Árásin var framin á netkaffihúsi. Vísir/afp
Einn hinna fjögurra sem særðist í skotárás í Malmö lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í nótt. Þar með eru þrír látnir eftir árásina, sem framin var á netkaffihúsi við Drottningargötu á níunda tímanum í gærkvöld.

Áður hafði 18 ára drengur og 29 ára karl látið lífið. Sá þriðji, sem jafnframt er karlmaður, er sagður hafa verið á tvítugsaldri.

Sænska lögreglan telur ekki að um hryðjuverk sé að ræða og rannsakar hún málið sem morð og morðtilraunir. Hins grunaða er leitað en hann sást yfirgefa vettvanginn á dökkum bíl. Lögreglan notar meðal annars þyrlur til leitarinnar.

Vitni segjast hafa heyrt hina látnu biðjast vægðar áður en árásarmaðurinn hleypti af. Margir töldu fyrst að einhver væri að skjóta upp flugeldum. Skothríðin hafi verið svo hröð að lögreglumenn telja að árásarmaðurinn hafi notast við sjálfvirkt vopn.

Sænska lögreglan mun halda blaðamannafund síðar í dag vegna árásarinnar.


Tengdar fréttir

Tveir látnir eftir skotárás í Malmö

Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás á Drottningargötunni í kvöld. Málið er ekki talið tengjast hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×