Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 09:52 Það gæti reynst sársaukafullt að klippa á strenginn við ESB Vísir/Getty Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. Í fyrsta lagi er um að ræða nýja hagspá frá Verslunarráði Bretlands sem bendir til þess að hagvöxtur á þessu ári og því næsta verði enn minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Spáin fyrir 2018 fer úr 1,4% niður í 1,3% og 2019 úr 1,5% í 1,4%. Hægja muni á fjárfestingum á þessu tímabili og skuldir heimilanna verði áfram háar. Verslunarráðið segir að helsta ástæðan fyrir þessu sé verra útlit en áður hvað varðar lífið eftir Evrópusambandið. Tíu árum eftir fjármálahrunið mikla standi Bretland aftur frammi fyrir erfiðleikatímabili og veikum hagvexti í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá er það skýrsla frá ráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman sem sýnir að hagur bæði almennings og fyrirtækja muni versna – sama hvaða lendingu ríkisstjórnin nær í samningum við Evrópusambandið. Bresk stjórnmál eru heltekin af umræðunni um úrsögnina, eða Brexit eins og hún er gjarnan nefnd. Theresa May forsætisráðherra hefur lagt allt undir í samningaviðræðum og hennar pólitíska framtíð veltur alfarið á því hversu vel eða illa úrsögnin gengur fyrir sig. Skýrslan bendir til þess að allt hennar starf sé meira og minna unnið fyrir gíg, hún geti í besta falli mildað höggið. Ríkisstjórn May virðist vera í nokkurri afneitun hvað þetta varðar og hefur meira að segja gengið svo langt að lofa aukafjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Peningarnir eiga að koma frá öllu því hagræði sem felist í að standa utan ESB, enginn hefur hins vegar sýnt fram á slíkt hagræði með sannfærandi hætti. Í það minnsta ekki til skemmri tíma. Í skýrslu Wyman segir að ef Bretlandi segi skilið við Evrópusambandið í mars á næsta ári án þess að neinir sérstakir tollasamningar taki strax gildi muni það kosta hvert breskt heimili jafngildi 140 þúsund króna á ársgrundvelli. Eftir að breskir kjósendur kusu úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa ýmsar blikur verið á lofti í efnahagslífinu. Bretland féll úr fimmta í sjötta sæti á lista yfir stærstu hagkerfi heims og hagvöxtur var aðeins 0,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Breska pundið lækkaði um 14% strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og verðbólga jókst að sama skapi á meðan laun standa í stað. Evrópa er eftir sem áður langstærsti útflutningsmarkaður Breta. Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Ekkert EES fyrir Bretland eftir Brexit Tilraunir til þess að halda Bretlandi innan Evrópska efnahagssvæðiðsins eftir að ríkið yfirgefur Evrópusambandið hafa verið brotnar á bak aftur eftir að þingmenn kusu gegn tillögunni á breska þinginu í gær. 14. júní 2018 13:15 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. Í fyrsta lagi er um að ræða nýja hagspá frá Verslunarráði Bretlands sem bendir til þess að hagvöxtur á þessu ári og því næsta verði enn minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Spáin fyrir 2018 fer úr 1,4% niður í 1,3% og 2019 úr 1,5% í 1,4%. Hægja muni á fjárfestingum á þessu tímabili og skuldir heimilanna verði áfram háar. Verslunarráðið segir að helsta ástæðan fyrir þessu sé verra útlit en áður hvað varðar lífið eftir Evrópusambandið. Tíu árum eftir fjármálahrunið mikla standi Bretland aftur frammi fyrir erfiðleikatímabili og veikum hagvexti í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá er það skýrsla frá ráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman sem sýnir að hagur bæði almennings og fyrirtækja muni versna – sama hvaða lendingu ríkisstjórnin nær í samningum við Evrópusambandið. Bresk stjórnmál eru heltekin af umræðunni um úrsögnina, eða Brexit eins og hún er gjarnan nefnd. Theresa May forsætisráðherra hefur lagt allt undir í samningaviðræðum og hennar pólitíska framtíð veltur alfarið á því hversu vel eða illa úrsögnin gengur fyrir sig. Skýrslan bendir til þess að allt hennar starf sé meira og minna unnið fyrir gíg, hún geti í besta falli mildað höggið. Ríkisstjórn May virðist vera í nokkurri afneitun hvað þetta varðar og hefur meira að segja gengið svo langt að lofa aukafjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Peningarnir eiga að koma frá öllu því hagræði sem felist í að standa utan ESB, enginn hefur hins vegar sýnt fram á slíkt hagræði með sannfærandi hætti. Í það minnsta ekki til skemmri tíma. Í skýrslu Wyman segir að ef Bretlandi segi skilið við Evrópusambandið í mars á næsta ári án þess að neinir sérstakir tollasamningar taki strax gildi muni það kosta hvert breskt heimili jafngildi 140 þúsund króna á ársgrundvelli. Eftir að breskir kjósendur kusu úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa ýmsar blikur verið á lofti í efnahagslífinu. Bretland féll úr fimmta í sjötta sæti á lista yfir stærstu hagkerfi heims og hagvöxtur var aðeins 0,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Breska pundið lækkaði um 14% strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og verðbólga jókst að sama skapi á meðan laun standa í stað. Evrópa er eftir sem áður langstærsti útflutningsmarkaður Breta.
Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Ekkert EES fyrir Bretland eftir Brexit Tilraunir til þess að halda Bretlandi innan Evrópska efnahagssvæðiðsins eftir að ríkið yfirgefur Evrópusambandið hafa verið brotnar á bak aftur eftir að þingmenn kusu gegn tillögunni á breska þinginu í gær. 14. júní 2018 13:15 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Ekkert EES fyrir Bretland eftir Brexit Tilraunir til þess að halda Bretlandi innan Evrópska efnahagssvæðiðsins eftir að ríkið yfirgefur Evrópusambandið hafa verið brotnar á bak aftur eftir að þingmenn kusu gegn tillögunni á breska þinginu í gær. 14. júní 2018 13:15
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57