Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Áhugi Önnu Maríu á viðfangsefninu kviknaði vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. Vísir/STEFán Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira