Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. júní 2018 18:45 Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16