Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. júní 2018 18:45 Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16