Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta hækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:00 Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda