Tala saman yfir vinnunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 20:00 Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira