Fleiri gerendur leita sér hjálpar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:30 Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita." Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita."
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira